Fort Wayne Indiana Bandaríkin,


FORT WAYNE
INDIANA

.

.

Utanríkisrnt.

Fort Wayne er borg í frjósömu landbúnaðarhéraði í Indiana-fylki.  Þar er mikil bílaframleiðsla auk verksmiðja, sem framleiða elektrónísk tæki fyrir herinn, dælur, hjólbarða og frosna eftirrétti.  Tryggingastarfsemi og heilsugæzla eru mikilvægar atvinnugreinar.  Þarna er setur Concordia guðfræðiskólans (1846), Háskóla hl. Fransiskusar (1890) og Indianaháskóla (Purdue; 1964).  Fyrrum bjó Miami-fólkið þarna við ármótin á hernaðarlega mikilvægum stað og þar stóð franskt virki frá síðari hluta 17. aldar.  Á 18. öld deildu Bretar og Frakkar um yfirráð svæðisins þar til Bretar náðu því undir sig árið 1760.  Núverandi Wayne-virkið þróaðist upp úr eldra virki (1794), sem Anthony Wayne, hershöfðingi, byggði og var endurbyggt.  Hann sigraði Miami-indíánana og borgin var nefnd eftir honum.  Eftir að Wabash-Erie-skipaskurðurinn var grafinn 1840 óx iðnaður og lagning járnbrautarinnar 1852 efldi einnig efnahag borgarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 173 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM