Gary Indiana Bandaríkin,


GARY
INDIANA

.

.

Utanríkisrnt.

Gary er hafnarborg við Michigan-vatnið, fyrrum mesta stáliðnaðarborg heimsins, í Indiana-fylki.  Þar eru enn þá stálver en atvinnuvegum hefur fjölgað.  Nú er m.a. framleitt mikið af bílavarahlutum, sement, plastvörur og fatnaður.  Borgin er setur Norðvestur-Indiana-háskólans (1922).  Byggðin hófst eftir að Bandaríska stálfélagið keypti svæðið árið 1905 vegna legu þess við siglingarleiðir á Vötnunum stóru og miðleiðis milli járnnámanna norðan þess og kolanámanna fyrir sunnan og austan.  Borgin var nefnd eftir Elbert Gary, stjórnarformanni fyrirtækisins.  Hinn 7. október 1919, þegar verkföll verkamanna í stáliðnaðnum stóð yfir, lagði alríkisherinn borgina undir sig þar til verkföllunum lauk 7. janúar 1920.  Árið 1967 kusu íbúar Gary blökkumann sem borgarstjóra, Richard G. Hatcher.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 117 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM