Missouri Bandaríkin,
Flag of United States

INDEPENDENCE JEFFERSON CITY KANSAS CITY
SPRINGFIELD
Meira

MISSOURI (MO)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nafn fylkisins er nafn gamallar indíánabyggðar og þýðir „Staður stóru eintrjáninganna”.  Gælunafn þess er „Show Me State”.  Flatarmálið er 180,410 km² (19. stærsta fylki BNA).  Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 5 milljónir (10% negrar). Missouri varð 24. fylki BNA 1821.

Höfuðborgin er Jefferson City og aðrar borgir m.a. St. Louis, Kansas City, Springfield, Independence og St. Joseph, allar stærri en höfuðborgin. 

Mikill iðnaður tengdur flugi og geimferðum auk farartækja, kjötniðursuðu, vélasmíði, málmvinnslu, efnaiðnaður, skór og fatnaður.
Landbúnaður:  Sojabaunir, maís, hrísgrjón, hveiti, baðmull, tóbak, ávextir, grænmeti, nautgripir, mjólkurkýr, svín, sauðfé og fuglar.

Jarðefni:  Blý (fremstir í BNA), sink, kopar, kol og jarðolía.

Ferðaþjónustan er mikilvæg (veiði o.fl.).

St. Louis.

Georg Washington Carver National Monument
.  Bóndabær 32 km suðaustan Joplin, fæðingarstaður fyrrum negraþrælsins, búfræðingsins og mannvinarins (1860-1943).

Hannibal
er kyrrlátur bær, þar sem Mark Twain ólst upp (safn og íbúðarhús).  Hann fæddist í Monroe City 34 km vestar og þar er húsinu, sem hann fæddist í, haldið við.  Í Mark Twain-hellinum, 3 km sunnan bæjarins, eru ævintýri Tom Sawyers leikin.

Hermann er þorp, sem þýzkir landnemar stofnuðu 1837 við Missouriána og státar enn þá af gömlum múrsteins- og timburhúsum.  Þýzka skólahúsið frá 1871 er nú safn.  Vínkjallarar og Maíhátíð.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM