Springfield er borg í
frjósömu landbúnaðarhéraði í Missouri-fylki.
Hún er miðstöð viðskipta, heilsugæzlu, iðnaður og
flutninga. Borgarbúar
framleiða m.a. rafeindatæki, matvæli, pappírs- og gúmmívörur.
Ferðaþjónusta er talsverð vegna Ozark-fjallanna í grenndinni.
Meðal áhugaverðra staða eru Ozark-sögusafnið, Listasafnið,
Þjóðargrafreiturinn o.fl.
Borgin er setur Baptista-biblíuháskólans (1906), Mið-Biblíuháskólans
(1922), Drury-háskólans (1873) og Suðvestur-fylkisháskólans (1906).
Byggðin hófst árið 1829 og hét þá Campell og Fulgright
Springs en núverandi nafn fékk bærinn árið 1835.
Íbúunum fjölgaði hratt eftir 1950.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 141 þúsund. |