Missouri meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

MISSOURI
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Jefferson City er lítil stjórnsýslu- og iðnaðarborg.  Þinghúsið var byggt 1917.

St. Joseph er meðalstór borg við Missouriána.  Þar var byrjunarstöð hestahraðboðanna (Pony Express), sem riðu til Kaliforníu (safn í hesthúsi).  Indíána- og listasafn.

Lamar er smábær með fæðingarhúsi Harry S. Truman, forseta.

Meramechellarnir eru 5 km sunnan Stanton.  Þar eru fallegir dropasteinar og þar var felustaður Jesse James og útlaga hans.  Vaxmyndasafn.

Rolla er miðlungsbær með útibú Missouri-háskóla (u.þ.b. 6000 stúdentar).  Kjarnorkuver. Náttúrugripasafn.

Springfield er meðalstór og mikilvæg iðnaðarborg (mjólkurvörur, pappír, gúmmí og málmar) og setur margra menntastofnana. 

Wilson’s Creek National.Battlefield er vígvöllur frá borgarastríðinu 1861 u.þ.b. 13 km suðvestan borgarinnar.

Heilsubótarstaðir við Ozarkvatn (uppistöðulón) og í Ozark State garðinum og á Osageströndinni, þar sem eru grafahellar indíána. Table Rock-vatnið er lika vinsæll ferðamannastaður (Branson, Cassville, Silver Dollar City).  Ozark National Scenic Riverways eru heilsubótarstaðir meðfram Currentánni og Jacks Forkánni.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM