Samkvæmt manntali 1990 voru íbúar fylkisins
5.117.073 og hafði fjölgað um 4,1% næstliðinn áratug.
Meðalíbúafjöldi á hvern ferkílómetra var 28 en dreifbýlustu
landshlutarnir voru hrjúfur miðhluti Ozarksléttunnar og
hæðóttu landbúnaðarhéraðinu í norðurhlutanum. Hvítir 87,7%,
negrar 10,7% auk 61.700 af spænskum uppruna, 19.508 indíána,
8.614 kínverja, 6.111 asísk/indverskra, 5.731 Kóreumanna,
5.624 Filipseyinga og 4.380 Víetnama.
Menntun og menning. Franskir landnemar í St Louis stofnuðu
fyrsta skólann á seinni hluta 18. aldar. Stjórnarskráin
1820 kvað á um ríkisskóla. Árið 1990 voru grunnskólar 2.151
með 683.700 nemendur og 107.500 í einkaskólum. Þá voru 89
æðri menntastofnanir með 278.500 stúdentum. Þeirra á meðal
voru Missouriháskóli (Columbia, Kansas City, St Louis og
Rolla), Washingtonháskóli í St Louis, St Louis-háskóli
(1818), Mið-Missouriháskóli (1871) í Warrensburg og
Suðaustur-Missouriháskóli (1873) í Cape Girardeau.
Söfn, bókasöfn og leikhús eru aðallega í fjórum borgum, St
Louis, Kansas City, Jefferson City og Columbia. Listasafn
St Louis er fjölbreytt og Nelson-Atkins-listasafnið í Kansas
City sýnir m.a. merkilega austurlenzka list. Grasagarður
Missouri í St Louis ere inn hinn fyrsti slíkur í landinu.
Sögufélagssafn Missouri í Columbia er þekkt fyrir verk
innlendra listamanna. Forngripasafn Missouri-Columbiaháskóla,
Ríkissafnið í Jefferson City. Harry S. Truman-bóka- og
minjasafn í Independence. Albrecht listasafnið og St
Joseph-safnið í St Joseph. St Louis vísindamiðstöðin.
Áhugaverðir staðir. Meðal áhugaverðustu staða landsins eru
tvær stærstu borgirnar, Kansas City og St Louis auk
Ozarksvæðisins (gljúfur, hellar og stór, manngerð lón).
Mark Twain ríkisgarðurinn í Monroesýslu (Feruda-þorpið,
fæðingarstaður rithöfundarins). Sögustaðir eru fjölmargir (fyrstu
landkönnuðir, landnám og merkismenn). Meðal hinna
áhugaverðustu eru heimili Mark Twain í Hannibal og
fæðingarstaður John J. Persing í Laclede og George
Washington Carver (þjóðarminnismerki) í Diamond. Arrow Rock
State Historic Site (merkir staðir við Santa Fe-leiðina.
Jefferson National Expansion Memorial Historic Site í St
Louis (fjöldi gamalla húsa og hliðboginn).
Íþróttir og afþreying. Víða eru stórir almennings- og
skemmtigarðar. Stærstu þeirra er Vatnagarðurinn í Ozark.
Dýraveiðar, stangveiði, tjaldferðir og bátsferðir eru
vinsælar. |