Heildarflatarmál fylkisins er 180.546
ferkílómetrar (21. í stærðarröð BNA). Sambandsstjórnin á
4,6% landsins. Fylkið er nokkurn veginn ferhyrnt í laginu.
Mestu vegalengdir frá norðri til suðurs eru 460 km og frá
490 km austri til vesturs. Hæð yfir sjó er á bilinu 70 m
við St Francisána í suðausturhlutanum til 540 m á toppi Taum
Sauk-fjalls tæplega 160 km norðar. Meðalhæð yfir sjó er 244
m.
Missouri er skipt í fjórar landfræðileg svæði:
Ozarksléttuna, Osage-slétturnar, giljóttu rætkunarslétturnar
og aura Mississippifljótsins. Landslag Missouri er
fjölbreyttara en í öðrum Miðvesturfylkjum. Stærsta
sérsvæðið er Ozarksléttan (stundum kölluð Ozarkfjöll eða
Ozarks), sem nær yfir mestan hluta suðurhlutans. Það er
mjög vatnsveðrað kalksteins- og setlagasvæði. Við fyrstu
sýn virðist það hæðótt en er skorið djúpum árdölum með
flötum sléttum á milli. Hrjúfasti hluti þessa svæðis er St
Francois-fjöll í suðausturhlutanum. Þau eru úr graníti og
lausari jarðefni hafa veðrast ofan af þeim.
Kalkberggrunnurinn veðrast auðveldlega og margir hellar hafa
myndast þar. Þúsundir linda spretta upp í þeim. Jarðvegur
Ozarksléttunnar er víðast þunnur og grýttur.
Osage-slétturnar liggja meðfram vesturlandamærunum með
aflíðandi halla. Jarðvegur þeirra er miðlungsfrjósamur og
þykkur. Norðan Missouriárinnar er Skorna ræktunarlandið.
Ísaldarjöklar skildu eftir þykkt lag af seti og sandi.
Árnar veðruðu yfirborðið smám saman og mynduðu hæðótt
landslag. Suðaustasti hluti fylkisins nær inn á aura
Mississippifljótsins. Þar er afrennslislítið láglendi,
þakið sand, möl og seti. Mestur hluti þessa fyrrum
mýrlendis hefur verið ræst fram.
Helztu vatnsföllin eru Mississippi og Missouri. Auk þeirra
má nefna Grand, Chariton, Osage, Gasconade og Meramec.
Hvergi eru stór stöðuvötn. Ozarkslónið í Osage-ánni er
manngert eins og Table Rock, Bull Shoals og Wappapello.
Manngerðir skurðir á Mississippiaurunum eru mörg hundruð
kílómetra langir.
Loftslagið. Víðast ríkir rakt og temprað meginlandsloftslag
í fylkinu. Vetur er kaldir með hlýrri skeiðum og sumur heit
með þurrari og svalari dögum. Meðalárshitinn er 12,2°C í
norðurhlutanum og 15,6°C í suðausturhlutanum. Lægsti skráða
hitastig er -40°C (1905) og hið hæsta 47,8°C (1954).
Fellibyljahætta er alls staðar í fylkinu, einkum á vorin.
Flóra og fána. Skóglendi þakti u.þ.b. þriðjung Missouri en
nú aðeins 28%. Stærstu skógarnir eru á Ozarksléttunni og í
árdölum (eik, hikkorí, valhneta, álmur, fura, sedrusviður,
tupelo, og kýpressa). Mesta blómaskrúðið er á
Ozarksléttunni. Meðal villtra dýra eru dádýr, sléttuhundar,
refir, pokarottur, moskrottur, þvottabirnir og bifrar.
Meðal fuglategunda eru rauðbrystingur, þrestir, uglur og
haukar. Í vötnum og ám eru bassi, karfi, krappi, urriði og
sólfiskur.
Auðlindir, framleiðsla og iðnaður. Afrakstur námuvinnslu
nær ekki 1% af vergri þjóðarframleiðslu. Talsverðar birgðir
af lágæðakolum eru í jörðu og þar að auki blý, sink,
járngrýti, kalksteinn, marmari, granít, leir, sandur, möl,
berít, kopar, olía og silfur.
Landbúnaður nemur 2% af vergri þjóðarframleiðslu. Mikið er
ræktað af nautgripum og mjólkurkúm, svínum og alifuglum.
Helztu uppskeruafurðir eru sojabaunir, maís, hey, hveiti,
baðmull, hrísgrjón og grænmeti.
Timburvinnslan er mest á Ozarksléttunni (eik, valhneta,
hikkorí og rauður sedrusviður). Furan er
aðalvinnslutegundin.
Iðnaðurinn nemur u.þ.b. 23% af vergri þjóðarframleiðslu.
Helztu framleiðsluvörur eru flutningatæki (bílar og
geimferðatæki), málmar, prentað mál, matvæli og efnavara. |