Independence Missouri Bandaríkin,


INDEPENDENCE
MISSOURI

.

.

Utanríkisrnt.

Independence er borg í Missouri-fylki.  Harry S. Truman bjó þar og þar er bókasafn og safn með persónulegum pappírum hans auk veggmyndar af honum eftir Thomas Hart Benton.  Meðal þess, sem borgarbúar framleiða eru landbúnaðartæki og matvæli.

Fyrsta virkið í Louisiana-héraði, Osage, var byggt nærri núverandi borgarstæði árið 1808.  Á árunum 1831-33 var mormónanýlenda í Independence og þar eru nú aðalstöðvar Endurskipulagðrar kirkju Jesú Krists hinna síðari dýrlinga, sem er mormónadeild.  Frá 1833-50 var Independence hlið framrásarinnar til vesturs um Santa Fe-, Oregon- og Kaliforníuleiðirnar.  Borgin var stofnuð árið 1827.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 112 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM