Jefferson Missouri Bandaríkin,


JEFFERSON
MISSOURI

.

.

Utanríkisrnt.

Jefferson City er höfuðborg Missouri-fylkis.  Stærsti vinnuveitandi þar er hið opinbera.  Borgin er verzlunar- og dreifingarmiðstöð fyrir landbúnaðarhéruðin umhverfis hana og framleiðir auk þes snyrtivörur, málma, raftæki og prentað efni.  Meðal áhugaverðra staða er þinghúsið með veggmyndum eftir Thomas Hart Benton og Sir Frank Bragwyn og Kentárabrunnurinn (Adolph A. Weinman).  Borgin er setur Lincoln-hákóla (1866), sem svartir hermenn í borgarastríðinu stofnuðu.

Þátttakendur í leiðangri Lewis og Calrk (1804) könnuðu þetta landsvæði en varanleg byggð hvítra manna hófst ekki fyrr en 1821, þegar alríkisstjórnin lét land af hendi til byggingar höfuðstaðarins.  Daniel Morgan Boone, sonur hins fræga landnema, Daniel Boone, skipulagði borgina, sem var skírð í höfuð forseta BNA, Thomas Jefferson (1801-09).  Efnahagur borgarinnar vænkaðist við aukningu umsvifa fylkisstjórnarinnar í kringum 1900.  Mestur hluti iðnvæðingarinnar er frá sjöunda áratugi 20. aldar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 36 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM