Montana er eitt fjallafylkjanna með kanadíska
héraðið Brezku-Kólumbíu, Alberta og Saskatchewan í norðri,
Norður- og Suður-Dakota í austri, Wyoming og Idaho í suðri
og Idaho í vestry.
Flatarmál
þess er 380.926 km² (4. stærsta fylki BNA).
Hæsti tindur þess er Granite Peak, 3901 m.
Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 800 þúsund (0,2% negrar).
Vatnaskil meginlandsins mynda mestan hluta suðvesturmarka
fylkisins.
Montana varð 41. fylki BNA 8. nóvember 1889. Efnahagslífið byggðist
og byggist á hinum fjölbreyttu náttúruauðæfum landsins. Fylkið
skiptist í tvær landfræðilegar einingar, Klettafjöllin í vestry (timbur
og málmgrýti) og Slétturnar miklu í austurhlutanum (olía, kol og
landbúnaður). Nafnið er fengið úr spænsku og þýðir fjall og var fyrst
notað árið 1864. Montana er líka kallað
„Treasure State” (Fjársjóðsfylkið) og „Big Sky State”.
Helztu borgir þess eru Helena (höfuðborgin), Billings Great Falls,
Missoula og Butte.
Helena er lítil höfuðborg og Billings og Great Falls eru báðar
verulega stærri.
Landbúnaður:
Mikil kornyrkja, hveiti og bygg, sykurrófur og kartöflur,
nautgripir, svín og sauðfé.
Skógnýting:
Viðarkol og jólatré.
Jarðefni:
Kopar (við Butte), sínk (við Anaconda), silfur, gull, blý,
magnesíum, kol, jarðolía og jarðgas (í austurhlutanum).
Ferðaþjónusta
er mikilvæg (skotveiði, fiskveiði
og vetraríþróttir).
Glacier National Park (Jökulþjóðgarðurinn).
Yellowstone National Park
(Gulsteinsþjóðgarðurinn; sjá þar).
Anaconda
er þorp á koparnámusvæði.
Georgetownvatn er 24 km vestan þess.
Þar eru draugabærirnir Cable og Southern Cross.
Bearmouth Ghost Town
er 23 km vestan Drummond.
Bærinn blómstraði í kringum 1866, þegar gullæðið var á mönnum,
en nú er hann mannlaus.
Big Hole National Battlefield er vígvöllur 133 km suðvestan
Butte. Þar börðust
nez-percé-indíánar og bandaríski herinn árið 1877. |