Billings er
verzlunarborg í miðju landbúnaðarhéraði (sykurrófur).
Fjöldi menntastofnana og þrjú söfn.
Black Otter Trail er útsýnisvegur ofan við og norðaustan
hennar.
Browning-þorpið
er aðalmiðstöð verndarsvæðis blackfeet-indíána.
Custer Battlefield
National Monument er 3 km suðaustan Crow Agency (stjórnsýslumiðstöðvar
verndarsvæðis crow-indíánanna).
Þetta minnismerki var reist vegna orrustunnar við Little Big
Horn, þar sem George A. Custer og
sjöunda herdeild hans var stráfelld í bardaga við cioux- og
cheyenne-indíána 25. júní 1876. Ár hvert er þessa atburðar minnst með uppsetningu
bardagans. Indíánahátið og villireiðar (rodeo).
Fort Peck Reservoir
er 32 km suðaustan Glasgow, þar sem stærsta jarðvegsstífla BNA stíflar
Missouriána og myndar 304 km langt uppistöðulón.
Heilsubótarstaðir.
Fort Union Trading
Post National Historic Site er 37 km norðan Sidney.
Árið 1828 var byggður þar verslunarstaður fyrir skinnaveiði-
og kaupmenn við ármót Yellowstone- og Missouriánna.
Lewistown er þorp
í miðju fylkinu í frjósömu landbúnaðarhéraði.
Fiskirækt og mikil ferðaþjónusta.
Villireiðar (rodeo) og hestamarkaður í júlí á hvert.
Þrír draugabæir í nágrenninu.
Madison Canyon
Earthquake Area er 48 km norðvestan Vestur-Yellowstone.
Þar varð til náttúruleg stífla vegna berghlaups, sem myndaði
stöðuvatnið Hebgen- eða Earthquake Lake (Skjálftavatn), þegar jörðin
skalf og byltist 17. ágúst 1959.
Upplýsingamiðstöð og minnismerki.
Miles City er lítill
bær með nautgriparæktarskóla. Villtavesturssafn.
Missoula er lítil
háskólaborg (u.þ.b. 8300 stúdentar).
Hestamarkaður í júlí ár hvert.
Vetraríþróttir. Aerial
Fire Depot er 11 km vestan hennar.
Þar er miðstöð slökkviliðs, sem berst við skógarelda úr
lofti.
Virginia
City
er pínulítið þorp, fyrrum höfuðstaður Montana, og endurbyggt
gullgrafaraþorp frá 1863 I Aldergljúfri.
Ghost Town Nevada City er endurbyggður draugabær 3 km vestar með
tónlistarhöll og járnbrautarsafni. |