Montana íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
MONTANA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúar Montana 799.065 og fjölgaði um 1,6% næstliðinn áratug.  Þá var meðalíbúafjöldi á ferkílómetra 2, hinn lægsti í BNA.  Hvítir 92,7%, svartir 0,3% auk 12.200 af spænskum uppruna, 47.524 indíána og 4.259 asískra og Kyrrahafsbúa.  Helztu indíánaþjóðflokkar landsvæðis Montana voru blackfoot, cheyenne, crow, flathead og ojibwa og næstum helmingur þeirra bjó á verndarsvæðum.

Menntun og menning.  Árið 1865 lögleiddi fyrsta þingið skólakerfi og fyrsti skólinn var opnaður í Virginia City.  Þingið lögleiddi fría ríkissóla 1893.  Árið 1990 voru grunnskólar 758 með 152.400 nemendur auk 8.000 í einkaskólum.

Þá voru æðri menntastofnanir 19 með 37.700 stúdenta.  Ríkisháskólakerfið var stofnað 1893 og nær til Montanaháskóla (1893) í Missoula, Ríkisháskóla Montana (1893) í Bozeman, Háskóla Austur-Montana (1927) í Billings og Háskóla Vestur-Montana (1893) í Dillon.

Mörg söfn Montana eru helguð frumherjadögum fylkisins.  Þeirra á meðal eru C.M. Russel-safnið í Great Falls, Klettafjallasafnið í Ríkisháskóla Montana, Sögufélagssafn Montana í Helena og Sléttuindíána- og handíðarmiðstöðin í Browning.

Áhugaverðir staðir.  Yellowstone- og Jöklaþjóðgarðarnir eru vinsælustu ferðamannastaðirnir.  Meðal áhugaverðra sögustaða eru Little Bighorn þjóðarminnismerkið (vettvangur orrustunnar 1876) í Crow Agency og Big Hole vígvöllurinn (Bandaríkjaher og nez percé-indíánar 1877) í Wisdom.  Þá má bæta við trúboðsstöð St Mary (1841; byggð sértrúarhóps) í Stevensville, Bannack þjóðarminnismerkið (draugabær) í Dillon og Copper King Mansion í Butte.

Íþróttir og afþreying.  Fjalllendi og auðnir Montana eru paradís útivistarfólks, sem ann tjaldvist, gönguferðum, dýraveiðum og skíðaferðum.  Montana státar af fjölda stórra skíðasvæða, s.s. Big Sky Ski Ara, Big Mountain Ski Area og Red Lodge-Grizzly Peak.  Stangveiði, bátsferðir, sund, golf og útreiðar eru vinsæl afþreying.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM