Montana er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar
frá 1972 og síðari breytinga. Æðsti embættismaðurinn er
fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í
senn og fjöldi kjörtímabila er ekki takmarkaður. Aðrir
kjörnir embættismenn eru varafylkisstjóri,
innanríkisráðherra, ríkissaksóknari, ríkisendurskoðandi og
menntamálaráðherra.
Þingið starfar í öldungadeild (50; 4 ár) og fulltrúadeild
(100; 2 ár). Fylkið á tvö sæti í öldungadeild
sambandsþingsins í Washington DC og ræður 3 kjörmönnum í
forsetakosningum.
Allt frá fylkisstofnun hafa lýðveldissinnar oftast haft
meira fylgi í fylkisstjóra- og forsetakosningum en
demókratar í þingkosningum. Þekktasti stjórnmálamaður
fylkisins er líklega Michael Joseph Mansfield, sem var
leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings á
árunum 1961-77. |