Indíánaþjóðflokkar, sem byggðu Montanasvæðið
fyrrum, voru aðallega smallish (flatheads), kalispel og
kootenai í vesturhlutanum, crow og cheyenne í
suðausturhlutanum og blackfoot í norðurhlutanum.
Elztu heimildir um könnun svæðisins geta um Lewis- og Clark-leiðangurinn
á árunum 1805-06. Árið 1807 kom kanadíski landkönnuðurinn
og skinnakaupmaðurinn David Thompson að Flathead-vatni og
hélt upp Clark Fork til núverandi Missoula. Blackfoot-indíánarnir
snérust gegn gildruveiðimönnum og meinuðu þeim aðgang að
fjöllunum en skinnaverzlun blómstraði meðfram ofanverðri
Missouriánni. Ameríska skinnafélagið byggð þar stóran
verzlunarstað, sem var kallaður Fort Union. Gufuhjólaskip
frá St Louis voru aðalsamgöngutækin og tengslin í austurátt
þar til Kyrrahafsjárnbrautin var lögð 1883.
Þúsundir gullleitarmanna flykktust til Virginia City, þegar
gull fannst þar 1863. Næsta ár var Montanahérað viðurkennt.
Hin 645 km langa Bozeman-leið milli Oregon-leiðarinnar og
Virginia City lá um aðalveiðilendur sioux- og
cheyenne-indíána samtímis því, að lagning járnbrautar olli
röskun á högum þeirra í Wyoming. Næsta áratuginn olli þessi
framsókn hvíta mannsins mikilli ólgu og blóðugum átökum, sem
náðu hámarki í orrustunni við Little Bighorn árið 1876.
Montana varð 41. fylki BNA 8. nóvember 1889. Aðalborgin,
Butte, var byggð á koparfjalli í Klettafjöllum. Um
aldamótin 1900 börðust þrír koparkóngar, Marcus Daly,
William A. Clark og F. Gugustus Heinze, um völdin á
námasvæðinu og ollu ólgu og óreiðu. Anaconda koparfélagið
og Orkuveita Montana höfðu mikil áhrif í fylkinu og á
blómaskeiði Daly og Clark, var enginn embættismaður kosinn í
fylkinu nema með stuðingi þessara Montana-tvíbura.
Árið 1902 þéttist landnám á sléttunum. Á fjórða áratugnum
áttu smábændurnir erfitt uppdráttar en árið 1940 hóf Fort
Peck orkuverið rafvæðingu, áveituframkvæmdir, flóðavarnir og
greiddi fyrir siglinum á Efri-Missouriánni. Næstu þrjá
áratugina dró úr vexti og viðgangi. Landbúnaður (kvikfé,
ræktun), olíuframleiðsla og koparnám voru aðalundirstöður
efnahagsins. Ferðaþjónustan á sumrin var einnig mikilvæg.
Miljónir ferðamanna heimsóttu Jöklaþjóðgarðinn og Little
Bighorn (Custer-vígvöllinn) í grennd við Hardin. Á níunda
áratugnum jókst kolaframleiðslan hratt í Colstrip-námunum og
á öðrum svæðum austan Billings. Mörgum íbúum þótti nóg um
og höfðu miklar áhyggjur af náttúrunni vegna þessarar
fjölgunar opinna náma. |