Billings er miðstöð
viðskipta, flutninga og iðnaðar í Montanafylki. Í landbúnaðarhéraðinu umhverfis borgina er mikið ræktað
af nautgripum, hveiti og sykurrófum og þarna eru þrjár olíuhreinsunarstöðvar,
tveir stórir spítalar og tengd heilbrigðisþjónusta. Borgin er setur Austur-Montana-háskólans (1927) og
Klettafjallaháskólans (1878). Straumur
ferðamanna er mikill vegna nálægðar Yellowstone þjóðgarðsins,
Crow-indíánasvæðisins, Custer vígvallarins (þjóðarminnismerki
vegna orrustunnar við Little Bighorn 1876) og skíða- og afþreyingarsvæða.
Áhugaverðir staðir í Billings eru m.a. söguhverfið, nokkur
söfn um sögu svæðisins og Pictograph-hellarnir (þjóðarminnismerki
með hellamyndum frá dögum Palaeo-, Crow- og Shoshone-indíánum).
Austan borgarinnar er Pompey’s Pillar, klettamyndun með myndum
eftir indíána og áritun William Clark frá 25. júlí 1806, þegar
hluti Lewis og Clark-leiðangursins var á bakaleið.
Byggðina, sem óx upp í borgina Billings, stofnaði fyrirtækið
Northern Pacific Railway sem heimabæ starfsmanna þess og hún fékk
nafn eins forseta þess, Frederick Billings. Þessi áfangastaður járnbrautarinnar við skipgengan hluta
Yellowstone-árinnar gerði hann mikilvægan stað til vöruflutninga og
dreifingar. Áætlaður íbúafjöldi
árið 1990 var rúmlega 81 þúsund. |