Great Falls er borg nærri
fossum Missouri-árinnar, sem eru virkjaðir, í Montanafylki.
Hún er miðstöð verzlunar og landbúnaðarhéraðsins
umhverfis. Þar er m.a.
framleitt hveiti og hreinsuð olía.
Herstöð flughersins , Malmstrom, er líka mikilvæg tekjulind.
Talsvert margir indíánar búa í þessari borg.
Í nágrenninu er Lewis og Clark-þjóðarskógurinn og
Risalindir (Giant Springs), einhverjar mestu vatnslindir heims.
Leiðangur Lewis og Clark (1804-1806) varð að flytja báta sína
á höndum upp fyrir fossana ári 1805.
Byggðin var skipulögð árið 1882 og fimm árum síðar var lögð
þangað járnbraut. Árið
1891 var fyrsta vatnsorkuverið í Montanafylki byggt í grennd bæjarins
og samtímis stór koparbræðsla og hreinsunarverksmiðja.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 55 þúsund. |