Little Bighorn Montana Bandaríkin,


LITTLE BIGHORN
MONTANA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Orrustan við Litla-Stórahorn, sem er líka kölluð Síðasti bardagi Custers, var háð 25. júní 1876.  Þarna börðust 7. riddaraliðsdeild Bandaríkjahers undir forystu George Armstrong Custer ofursta og liðs Sioux- og Norður-Cheyenne-indíána.  Gullfundir í Svörtuhæðum þar í grenndinni árið 1874 leiddu til mikils aðstreymis hvítra gulleitarmanna á heimasvæði indíána og árása Sioux-indíána á þá undir stjórn Sitjandi bola (Sitting Bull), höfðingja þeirra, Crazy Horse og Gall.

Árið 1876 skipulagði herinn aðgerðir gegn óvinveittum indíánum í suðausturhluta Montanahéraðs.  Herdeild Custers taldi 655 hermenn.  Hún var send í fararbroddi á undan liðstyrk Alfred Howe Terry, hershöfðingja.  Hinn 25. júní fundu framverðir Custers Sioux-indíánana við Litla-Stórhahornsána.  Þeim var ókunnugt um liðstyrk indíánana, sem töldu 2500-4000.  Custer hunzaði fyrirmæli um að bíða eftir Terry við leiðamótin milli Litl4-Stórahorns- og Stórahornsánna og undirbjó strax áhlaup.  Hann raðaði 260 hermönnum í fremstu línu og var þar sjálfur í fararbroddi og hinum tæplega 400 á báða vængi í þeirri von að geta umkringt óvinina.  Miðlínan mætti ofurefli Sioux- og Cheyenne-indíána.  Indíánarnir umkringdu þessa 260 hermenn algerlega og drápu þá alla, þrátt fyrir hetjulega baráttu.  Síðar kom Terry með liðstyrkinn fyrir þá, sem eftir lifðu af á báðum vængjum herliðs Custers.  Þjóðgarðurinn Little Bighorn National Monument, var stofnaður 1886 en var þekktari undir nafninu Custer Battlefield National Monument til 1991.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM