Nýja
Jórvík er í samnefndu ríki
er í 0-125 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn með útborgum er u.þ.b. 16 millj.
New
York er stærsta borg BNA og mesta verzlunarborg heims.
Hún er við mynni Hudson- og Austurár.
Borgarhlutarnir eru fimm: Manhattan,
Bronx, Brooklyn (Kings), Queens og Richmond (Staten Island).
Borgin nær yfir 56 km frá norðri til suðurs og 30 km frá
austri til vesturs. Meðalhitinn
í júlí er 25°C en 0°C í janúar.
Iroke
indíánar (mohawk, oneida, onondaga, cayuga, seneca) bjuggu þar sem nú
er New Yorkríkið og -borgin. Giovanni
da Verrazano, sendimaður Frakkakonungs, kom fyrstur Evrópu-manna þangað
árið 1524 og ári síðar sigldi Esteban Gomez, Portúgali í þjónustur
Karls V Spánarkonungs, upp Hudsonfljót.
Henry Hudson sigldi upp ána á vegum Hollenzka austurindíafélagsins
árið 1609, alla leið til Albany eftir að hafa árangurslaust reynt að
sigla norðausturleiðina. Holllendingurinn
Adriaen Block stofnaði til fyrstu byggðar á Manhattan árin 1613-14
og teiknaði kort af landinu umhverfis, sem hét þá Nýja-Holland. Árið 1624 settust 30 vallónskar fjölskyldur þar að.
Peter Minnewit, fyrsti landstjóri Nýja-Hollands, keypti
Manhattaneyju af indíánum (1626) fyrir vefnaðarvörur, glerperlur, tölur
o.fl. skran, sem samsvaraði 60 gyllinum.
Hann lét reisa virkið Fort Amsterdam á suðuroddanum og nefndi
hína 200 manna byggð Nýju-Amsterdam.
Íbúarnir lifðu af landbúnaði og viðskiptum við indíánana
(skinna- og tóbaksverzlun). Þar
sem er nú Wall Street stóð áður stauraveggur til varnar bænum.
BANDARÍKI NORÐUR AMERÍKU
|