New York áhugavert Bandaríkin,


NEW YORK
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

American Museum of Natural History, Central Park West / 79. Street.

Central Park.

Hús Sameinuðu þjóðanna.

Útsýnisflug með þyrlu.

Brooklyn Botanic Garden, 1000 Washington Avenue.

Brooklyn Bridge.

Chinatown.

The Cloisters.  Byggingarlist og trúarlist frá miðöldum.

Empire State + heimsmetasafn  Guinness.

Fifth Avenue skiptir Manhattan í austur- og vesturhluta.
Greenwich Village er listamannahverfið.  Líflegt á kvöldin.
Metropolitan Museum of Art, 5. Avenue / 82. Street.
Broadway.


World Trade Centre.
  
Japansk-bandaríski arkitektinn Minoru Yamasaki teiknaði turnana í upphafi sjöunda áratugarins.  Bygging þeirra hófst árið 1966.  Þarna stóðu áður alls konar lágreist hús með smáverzlunum og vöruhúsum.  Turnarnir voru opnaðir við hátíðlega athöfn 4. apríl 1973.  Þeir voru eins og á milli þeirra er á milli þeirra var vinkillaga tengibygging milli Washingtongötu og West Broadway, sem var kölluð Southeast Plaza Building, Northeast Plaza Building og U.S. Customs Building (m.a. Tollsafn).  Þar að auki var löng bygging með upplýsingamiðstöð með tölvumiðstöð og 22 hæða hótel.  Umhverfis voru auð svæði með gróðri og brunnum og höggmyndum þýzka listamannsins Fritz König frá München.  Neðanjarðar voru stöðvar lesta til New Jersey undir Hudsonána (Path Tubes) og þriggja annarra lesta um borgina.

Undirstöður beggja turnanna voru 21 m (6 hæða) djúpar með u.þ.b. 2000 bílastæðum.  Þeir voru ferningslaga, 63 m (207 fet) og og á álklæddum hliðum þeirra voru gluggarnir aðeins 55 sm (22”) breiðir (43.600 talsins).  Jarðhæðir turnanna voru 12 m (39 fet) háar og prýddar styttusúlum.  Alls voru notuð 180.000 tonn af stáli í turnana og 4880 km (3000 mílna) langar raflagnir.  Byggingarnar hýstu stjórnsýslumiðstöð húsanna, skrifstofur tollsins, hafnarinnar, innlendra og erlendra verzlunar- og viðskiptastofnana, banka, tryggingarfélaga, vísindastofnana og margt fleira tengt heimsviðskiptum.  Þarna unnu u.þ.b. 50.000 manns og allt að 100.000 gestir komu daglega.  Í hvorum turni voru 104 lyftur í þremur áföngum (1-43, 44-77 og 78-110) og 23 hraðlyftur.  Byggingarnar höfðu eigin póstnúmer, N.Y. 10048.

Útsýnispallur var í suðurturninum og á 107 hæð var sýning helguð verzlunarsögunni.  Á 107 hæð norðurturnsins var útsýnisveitingastaðurinn, Gluggi heimsins.  Efnið, sem kom úr grunni bygginganna, var notað til uppfyllingar á milli 3. og 13. bryggju og því var jafnað á svokölluðu Battaríi allt að 20 bryggju til að mynda íbúðahverfi, sem heitir Battery Park City, með alls konar möguleikum til afþreyingar, görðum, smábátahöfnum, verzlunum, skrifstofubyggingum o.fl.  Svæðið norðan turnanna milli Hudson- og Greenwichgatna var hreinsað.  Þar er m.a. íbúðarhverfi, sem heitir Independence Plaza og þar var áður líflegur ávaxta- og grænmetismarkaður, sem hét Washingtonmarkaðurinn.

World Trade Centre, The Twin Towers (412m; 110 hæðir hvor).  Hryðjuverkaárás 11. sept. 2001 kl. 08:48 (nyrðri turninn; Boing 767 frá United Airlines með 92 farþega) og kl. 09:03 (syðri turninn; Boing 767 frá American Airlines með 64 farþega).  Farþegaflugvélum, sem var rænt, var flogið á turnana.  Þeir hrundu, fyrst syðri turninn kl. 10:00 og síðan nyrðri turninn kl. 10:29.  Kl. 09:43 var rændri farþegaflugvél (Boing 757 frá American Airlines) flogið á þyrlupall Pentagon í Washington.  Solomon Brothers’ byggingin við hliðina á tvíturnunum (47 hæðir) hrundi kl. 17:25.  Fjórða farþegavélin í innalandsflugi (Boing 757 frá United Airlines með 45 farþega), sem var rænt, brotlenti við Somerset í Pennsylvaníu.  Lokað var fyrir allt innanlandsflug í BNA kl. 09:40 og fyrir millilandaflug kl. 10:25. Alls fórust 2.976 manns í hryðjuverkaárásinni á tvíturnana.

Nýbyggingin One World Trade Center sem verið er að reisa í New York, verður hæsti skýjakljúfur Bandaríkjanna er hún verður fullbúin. (541m.)
Nú er Sears-turninn í Chicago hæsta bygging landsins.
Hvorug þessara bygginga kemst í námunda við hæstu byggingu í heimi. Sú er í Dubaí og er 830 metra há.

Stórverzlanir í New York:
Bloomingdale, Lexington Avenue og ca 60. Street (east).  Mjög dýr verzlun en gaman að skoða.  Þangað fer fræga fólkið og stjörnurnar.Alexanders, Lexington Avenue og ca 58. Street (east).  Prýðisvörur innan um.  Ein bezta ódýra stórverzlunin.Macy's, Broadway og 34. Street (á horninu).  Álitin stærsta stórverzlun í heimi.  Góðar og vandaðar vörur.  Aðeins ódýrari en Bloomingdale.Fleiri stórverzlanir í kring, s.s.Gimbles, Corvettes, Woolworth og fjöldi smáverzlana.  Iðandi líf.Bezt er að hafa í huga, að verðmerkingar eru án virðisaukaskatts og oftast tekur langan tíma að komast að kassa til að greiða vörur.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM