New York borg sagan Bandaríkin,

 

 


NEW YORK
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

1634        náði Bennett núverandi Brooklyn-svæðinu frá mohawk-indíánunum.

1639        byggðist Staten-eyja og Jonas Bronck keypti Bronx-svæðið.

1640        kom Wouter van Twiller, landstjóri, með fyrstu þeldökku þrælana til bæjarins.

1646        varð Peter Stuyvesant landstjóri í andstöðu við hina 1000 íbúa bæjarins.

1653        fékk byggðin borgarréttindi.  Íbúar voru af ensku, skozku, þýzku og norrænu bergi brotnir.

1664       hertóku Englendingar bæinn, endurskírðu hann New York og virkið Fort James.

1667       Við friðarsamningana í Breda létu Hollendingar Englendingum New York eftir en  náðu bænum aftur árið 1672.

1670       var fyrsta kauphallarfélagið stofnað.  Þá voru íbúarnir u.þ.b. 3000 talsins.

1674       náðu Englendingar bænum aftur.

1683      kom saman fyrsta lýðræðislega þingið í Fort James í New York. Það fól landstjóra, borgarráði og þinginu löggjafarvald, dómsvald, skattavald og yfirumsjón viðskipta (einokun á kornverzlun) og ákvað trúfrelsi.

1703-7   var fyrsti grunnskólinn stofnaður.  Hann var opinn negrum.

1712     gerðu þrælarnir fyrstu uppreisn sína.

1713     hófust ferjuferðir milli Manhattan og Staten-eyju.

1725     kom út fyrsta dagblaðið, New York Gazette.

1732     ar fyrsta leikhúsið opnað.

1754     var King's College, síðar Kólumbíu-háskólinn stofnaður.  Íbúafj. 15.000.

1764    hófst uppreisn gegn Bretum.  Washington varð að fara með her sinn brott frá N.Y, þannig að Bretar voru ekki sigraðir fyrr en 1783.

1798    var stjórn ríkisins flutt til Albany.

1820   var íbúafjöldinn orðinn 125.000.  Síðan hefur New York verið stærsta borg BNA.

1825   var Erie-skurðurinn milli Hudsonár og Lake Erie opnaður.  Gasgötuljós.

1827   var þrælahald afnumið.

1832   Fyrsta járnbrautin, dregin af hestum til 1839 en síðan gufuknúin.

1881   Rafmagnsgötuljós.

1883   var Brooklyn-brúin byggð yfir Austurá.

1897-8    sameinuðust borgarhlutarnir í Stór-New York.  Íbúafj. 3.4 milljónir.

1904     runnu neðanjarðarlestirnar af stað.

1929    Hinn 24. oktober hófst efnahagskreppan með hruninu í kauphöllinni.

1952    komu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna fyrst saman í húsnæðinu í borginni.

1973    voru íbúarnir orðnir 7,8 milljónir.  World Trade Center (Twin Towers) byggt.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM