Vermont Bandaríkin,
Flag of United States

BENNINGTON BURLINGTON MONTPELIER MEIRA

VERMONT (VT)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Vermont er eitt Nýja-Englandsfylkja BNA með kanadíska héraðið Quebec í norðri, New Hamshire í austri, Massachusetts í suðri og New York í vestri.  Vesturbakki Connecticut-árinnar myndar austurmörkin og hluti vesturmarkanna liggur um Champlain-vatn.

Heildarflatarmálið er 24.877 km² (43. stærsta fylkið).  Íbúafjöldi 1997 var u.þ.b. 512.000 (0,2% negrar). 

Vermont varð 14. fylki BNA 4. marz 1791 en hafði verið sjálfstætt lýðveldi fram að því.  Efnahagur þess byggðist aðallega á landbúnaði fram á 20. öldina, þegar iðnaðurinn varð mikilvægari.  Ferðaþjónusta og aðrar þjónustugreinar eru einnig mikilvægar tekjulindir og fylkið er þekkt fyrir hin mörgu skíðasvæði.  Chester A. Arthur og Calvin Coolidge, Bandaríkjaforsetar, voru fæddir í fylkinu.  Nafn þess er dregið af franska orðinu vert (grænn) og mont (fjall) og gælunafn þess er Grænafjallsfylkið.  Helztu borgir þess eru Montpelier (höfuðborgin), Burlington, Rutland, Essex og Bennington.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM