Vermont er eitt Nýja-Englandsfylkja BNA með
kanadíska héraðið Quebec í norðri, New Hamshire í austri,
Massachusetts í suðri og New York í vestri. Vesturbakki
Connecticut-árinnar myndar austurmörkin og hluti
vesturmarkanna liggur um Champlain-vatn.
Heildarflatarmálið er 24.877 km² (43. stærsta fylkið).
Íbúafjöldi 1997 var u.þ.b. 512.000 (0,2% negrar).
Vermont varð 14. fylki BNA 4. marz 1791 en hafði verið
sjálfstætt lýðveldi fram að því. Efnahagur þess byggðist
aðallega á landbúnaði fram á 20. öldina, þegar iðnaðurinn
varð mikilvægari. Ferðaþjónusta og aðrar þjónustugreinar eru einnig
mikilvægar tekjulindir og fylkið er þekkt fyrir hin mörgu skíðasvæði.
Chester A. Arthur og Calvin Coolidge, Bandaríkjaforsetar, voru fæddir
í fylkinu. Nafn þess er dregið af franska orðinu vert (grænn) og mont
(fjall) og gælunafn þess er Grænafjallsfylkið. Helztu borgir þess eru
Montpelier (höfuðborgin), Burlington, Rutland, Essex og Bennington. |