Burlington er stærsta
borg Vermont-fylkis, hafnar-, viðskipta-, ferðamanna- og iðnaðarborg
(rafrænn búnaður, stál- og timburvörur, hlynsíróp, skrifstofuvélar
og tæki og vefnaðarvörur. Þarna
eru Vermont-háskóli og Landbúnaðarháskóli fylkisins (1791).
Burlington er fæðingarstaður bandaríska heimsspekingsins John
Dewey. Byggð hófst 1773
og bærinn var nefndur eftir Burling-fljöskyldunni, sem var meðal
fyrstu landnemanna. Áætlaður
íbúafjöldi 1990 var rúmlega 39 þúsund. |