Bennington er höfuðstaður
Benningtonsýslu í suðvesturhluta Vermont-fylkis við Walloomsac-ána.
Bærinn fékk borgarréttindi árið 1749.
Hann er miðstöð viðskipta fyrir landbúnaðarhéraðið
umhverfis og nær yfir þorpin Gamla-Bennington, Norður-Bennington og
Bennington. Ferðaþjónusta er mikilvæg tekjulind, einkum á veturna (skíðasvæði).
Þarna er Benningtonháskóli (1932), Suður-Vermont-háskólinn
(1926), Bennington-safnið og minnismerki um orrustuna við Bennington
í frelsisstríðinu. Nafngjafi
bæjarins var Benning Wentworth, brezkur landstjóri Nýja-Hampshire.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 16.500. |