Wisconsin er eitt miðnorðaustur-fylkjanna.
Norðan þess er Superior-vatn og
Efri-Skagi Michigan, að austan er
Michigan-vatn, að sunnan Illinois og að vestan Iowa og
Minnesota. Monominee-áin myndar norðausturmörkin og
Mississippi-fljótið og St Croix-áin mynda hluta
vesturmarkanna.
Flatarmál þess er 145.377 km² (26. stærsta fylki BNA).
Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 4,7 milljónir (4% negrar).
Wisconsin varð 30. fylki BNA 29. maí 1848. Eftir síðari
heimsstyrjöldina var iðnaður og framleiðsla komin í fyrsta sæti. Einnig er mikið ræktað af maís. Milwaukee og
Madison (höfuðborgin) voru stærstu borgir landsins og veigamestu
miðstöðvar iðnaðar og viðskipta. Fylkið var nefnt efir Wisconsin-ánni,
sem er komið úr franskri útgáfu af ojibwa-orðunum fyrir Vatnamót eða
Bifrastaður. Gælunafn fylkisins er Greifingjafylkið og vísar aðallega
til námumanna, sem grófu sig inn í hæða- og fjallahlíðar í leit að
blýi á fyrri hluta 19. aldar. Auk ofangreindra borga má nefna, Green
Bay, Racine og Kenasha. |