Green Bay Wisconsin Bandaríkin,


GREEN BAY
WISCONSIN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Green Bay er borg í Wisconsin-fylki.  Helztu framleiðsluvörur hennar eru pappírsvörur, kjöt, ostar, frosin og niðursoðin matvæli og vélbúnaður.  Ruðningsliðið Green Bay Parkers eiga þar heimavöll (Lambeau Field) og þar er Wisconsin-Green Bay-háskólinn (1965) og Járnbrautasafnið.  Franski landkönnuðurinn Jean Nicolet kom á þessar slóðir árið 1634.  Byggð hófst í kringum miðja öldina sem franskur skinnaverzlunarstaður og trúboðsstöð.  Bretar réðu svæðinu frá 1760 fram yfir stríðið 1812, þegar Bandaríkjamenn náðu því.  Howard-virkið var reist árið 1816 og byggðin var skipulögð 1829.  Á 19. öldinni var Green Bay orðinn mikilvægur timburbær.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 97 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM