Höfuðborgin er Madison og næststærst er Racine.
Landbúnaður: Mjólkurvörur (mest í BNA), maís, hafrar, ávextir, grænmeti
og tóbak.
Mikil
timburvinnsla.
Iðnaður:
Vélasmíði, pappírsmyllur, matvæli, bjórverskmiðjur og samgöngutæki.
Jarðefni: Sínk, granít
o.fl.
Ferðaþjónustan er ört
vaxandi (vatnaíþróttir, stangveiði, skotveiði, vetraríþróttir o.fl.).
Appleton
er iðnaðarborg (miðstöð pappírsiðnaðar) norðan hins stóra
Winnebagovatns. Stofnun um pappírsefnafræði og safn, Lawrence-háskólinn
(st. 1847).
Baraboo
er stórt og þrifalegt garða- og sirkusþorp.
Sirkussafn, járnbrautasafn. Devil’s
Lake-fylkisgarðurinn er 5 km sunnar á klettóttu svæði.
Bayfield
er lítið þorp við Efravatn. Bátsferðir
til nærliggjandi eyja.
Belmont
er lítið þorp, sem var fyrsti höfuðstaður Wisconsin.
Badger-garðurinn er 27 km suðaustan þess. Þar er gömul blýnáma og safn.
Chippeawa
Falls er lítill bær
við Chippewaána. Wissota-uppistöðulónið
og orkuver (bátaleiga) er 8 km austan hans.
De
Pere
er lítill bær, þar sem jesúítar settu upp trúboðsstöð við Refá
árið 1671.
Door
Country
er skagi milli Grænaflóa og Michiganvatns með vinsælum ferðamannastöðum,
baðströndum og skíðasvæðum.
Eau
Claire
er lítil háskólaborg (u.þ.b. 10.000 stúdentar).
Fond
Du Lac
er lítill iðnaðarbær við
suðurenda Winnebagovatns, sem er 48 km langt og 15 km breitt. Þar
voru fyrstu járnbrautarsporin lögð árið 1853.
Græniflói
(Green Bay) er mikilvæg háskóla- og hafnarborg við suðurenda Grænaflóa
í Michiganvatni (pappírsiðnaður og ostagerð).
Lögfræðingastofan „Cotton House & Baird” var stofnuð
1840. Elzta hús fylkisins
er „Roi-Porlier-Tank Cottage” frá 1776.
Í Howardvirkinu er Spítalasafn (1816).
Járnbrautasafn.
Hayward
er
meðaþorp. Chippewa-indíánaverndarsvæðið
er 1½ km austan þess (Söguland).
Janesville
er lítil iðnaðarborg (Parker ritvélar, GM bílar) við Steiná (Rock
River). Uppgerð hús frá 19. öld.
Þrír almenningsgarðar. Landbúnaðarsýningar
(Rock River Thresheree).
Lac
Du Flambeau
er lítið heilsubótarþorp í miðju verndarsvæðis indíána.
Manitowok
er verzlunar- og iðnaðarbær (skipasmíðar, álvörur, niðursuðudósir
o.fl.) vi Michiganvatn. Fjöldi
safna (m.a. kafbátur). Ferjur
yfir vatnið.
Neenah-Menasha
er tveir bæir við Winnebagovatn.
Pappírsiðnaður. Útgáfufyrirtæki.
New
Glarus
er meðalþorp, sem Svisslendingar stofnuðu og halda enn þá hátíðir
í sínum anda.
Prairie
Du Chien er stórt og gamalt franskt þorp við Mississippifljótið, ofan ármóta
Wisconsinárinnar. Villa
Louis er frá 1843. Skemmtiferðir
á Mississippi. Hellir
kickapoo-indíána er 24 km austar.
Eagle Cave dropasteinahellirinn er 56 km norðaustan þorpsins.
St.
Croix Falls
er sumar- og vetrardvalarstaður. Bátar
og skíðasvæði.
Spring
Green
er þorp, þar sem arkitektinn Frank Lloyd Wright býr.
Stevens
Point er háskólabær.
Superior
er
hafnarbær Duluth við vesturenda Efravatns.
Miklir vöruflutningar (kol, járngrýti, kornvara o.fl.).
Watertown
er bær, þar sem Margarethe Meyer-Schurz stofnaði fyrsta þýzka
barnaheimilið í BNA (Octagon House) 1855.
Wisconsin
Dells
er þorp við Wisconsinána, sem hefur grafið sig niður og myndað hið
fagra *Dells-gljúfur (bátsferðir þangað).
Útisafn, þorp winnebago-indíána (danshátíðir á sumrin). |