Madison Wisconsin Bandaríkin,


MADISON
WISCONSIN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Madison, höfuðstaður Wisconsin-fylkis, er stjórnsýslusetur og miðstöð viðskipta, menntunar, rannskókna, flutninga og iðnaðar í frjósömu landbúnaðarhéraði (matvæli, vélbúnaður, rafhlöður, sjúkrahúsvörur og raf- og landbúnaðartæki.  Meðal áhugaverðra staða eru þinghúsið (1917) með hvítri graníthvelfingu og Wisconsin-styttu á toppi, Elvehjem-listasafnið og fjöldi dæma um byggingarstíl, sem er kenndur við Frank Lloyd Wright’s Prairie-skólann (Únítarakirkjan).  Tónlistarlífið er í blóma og þarna starfa listdanshópar.  Háskólar borgarinnar eru Wisconsin-Madison (1849), Edgewood (1927 og US Forest Products-rannsóknastofan (1910).

Fyrrum bjuggu Winnebago-indíánar á þessum slóðum og bærinn var stofnaður árið 1836, samtímis því, að James Doty, dómari, taldi löggjafarþingið á að flytja höfuðborgina frá Belmont til Madison.  Bærinn var nefndur eftir James Madison, forseta BNA.  Efnahagsleg þróun hans var hæg fram undir 1850, þegar Wixconsin-háskóli fór að eflast og stækka og járnbrautin til Milwaukee var tilbúin.  Á þriðja áratugi 20. aldar dafnaði borgin vegna aukins iðnaðar (kjötiðnaður) og á sjöunda og áttunda áratugnum jukust opinber umsvif.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 191 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM