Dauðadalur Nevada Kalifornía BNA USA,
Flag of United States

MIKLAGLJÚFUR HOOVERVIRKJUN    

DEATH VALLEY - DAUÐADALUR
NEVADA / KALIFORNÍA


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

# Death Valley þjóðgarðurinn er um biðbik suðausturhluta Kaliforníu og nær að litlu leyti inn í Nevada.  Heildarflatarmál þjóðgarðsins er 8.368 km², þar af 1.424 km² undir sjávarmáli (mest 105m).  Þjóðgarðurinn var stofnaður 1933.  Bezt er að heimsækja garðinn á tímabilinu september til apríl.  Margir stígar í garðinum eru lokaðir fyrir umferð á sumrin.  Það er nauðsynlegt að hafa með sér drykkjarvatn í gönguferðum um þjóðgarðinn.  Dauðadalur er 225 km langur og 6,5 - 26 km breiður.

Panamintfjöll eru vestan og Amargosafjöll austan hans.  Hámarkshiti í dalnum er 54,7°C.  Árið 1849 villtist hópur fólks á leið vestur yfir saltslétturnar, þegar það var að leita að stytztu leið.  Það fann dalinn, sem var þá að hluta til byggður panamitindíánum.  Nokkrir landnemanna létust þar og þaðan er nafnið komið.

Á tímum gullæðisins lágu leiðir margra um dalinn.  Þar fannst bórax (hvítagull) og þess vegna mynduðust þar smáþorp, sem voru síðan yfirgefin, þegar námurnar þraut.  Nú standa eftir nokkur draugaþorp.
NÁNAR

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM