Chicago Illinois Bandaríkin,
Flag of United States


CHICAGO
ILLINOIS

.

.

Utanríkisrnt.

Team Logo

Chicago.com

 

Chicago í Illinois hefur 2,7 milljónir íbúa (8 milljónir með útborgum; 35% negrar).  Borgin er önnur stærsta borg BNA og mesta samgöngumiðstöð á landi og í lofti.  O'Hare-flugvöllurinn er hinn stærsti í heimi.  Höfn Chicago er stærsta innhöfn heims.  Chicago teygist u.þ.b. 100 km meðfram strönd Michiganvatns.  Í suðurhluta borgarinnar (Bronzeville) búa negrar, kínverjar í Kínaborg og í Chicago er þriðja stærsta byggð Pólverja í heimi.  Margir íbúar af Lithá-ísku bergi brotnir.  Mikið um Þjóðverja (mörg þýzk félög) og gyðinga.

Viðskiptalegt mikilvægi borgarinnar hófst með umskipun á hveiti og maís og timbri.  Chicago var orðin mesta viðskiptaborg BNA þegar árið 1850, en 1860 bættust kjötviðskipti við, einkum svínakjöt.  Jafnhliða þróaðist iðnaður, sem vann aðallega hráefni úr grenndinni (járn, stál, International Harvester, Pullman járnbrautarvagnar).  Þegar um árið 1890 stóð Chicago New York stutt að baki í iðnaði.  Árið 1953 náði C. Pittsburg í stálframleiðslu.  Góðar samgöngur á landi (járnbrautir) og á legi (ár og vötn) ollu örum framförum í iðnaði og viðskiptum.  U.þ.b. 60% vinnu-aflsins í Chicago er bundinn í viðskiptum, þjónustu, stjórnun, fjármálum, samgöngum o.fl. þess háttar.  Í C. er stærsta kornkauphöll heims.  Í menningar- og tæknilegu tilltit stendur C. fremst.  Hiti í borginni getur farið upp í 40,5°C og niður í -30°C.

Chicagoáin (á indíánamáli Checagua = villilaukur) fannst árið 1673 (Frakkar).  Fyrst komu skinnakaupmenn og trúboðar.  Virkið Dearborn var byggt, þar sem C. stóð árið 1794 til varnar gegn indíánum, en þeir jöfnuðu það við jörðu árið 1812.  Virkið var endurreist árið 1816 en síðan lagt niður árið 1836, þegar friðarsamningar höfðu tekizt við indíánana.  Árið 1831 voru 100 íbúar í C.  Bogrin varð sjálfstæð 1833 með 550 íbúa.  Járnbrautartenging komst á árið 1852 auk skipa-skurðar, sem liggur á milli Michiganvatns og Missisippi.  Árin 1861-65 var C. aðalbirgðastöð Norðurríkjanna í þrælastríðinu.  Íbúafjöldinn árið 1870 var 100.000.

Dagana 8.-10. oktober árið 1871 brann borgin, 17.500 hús brunnu og 300 létust.  Síðan var borgin byggð upp úr steini og núverandi skipulag er aðallega frá tíma endurbyggingarinnar, en þá var einnig tekið tillit til flóða, sem oft riðu yfir.  Árin 1884 og 1896 fylgdu deilur á vinnumarkaði örri iðnvæðingu.  Árið 1893 var haldin heimssýning til minningar fundar Ameríku (World's Columbian Exposition) og hana sóttu rúmlega 27 milljónir gesta.

Bannárakafli sögu Chicago. var sorglegur (Al Capone), spillt löggæzla o.fl.

1933-34   Önnur heimssýning á 100 ára afmæli C. (29 milljónir gesta).
1942        Fyrsta tilraunin með kjarnorku undir stjórn manna.
1983        varð negrinn Harold Washington fyrstur sinna máta borgarstjóri í Chicago.
1984-85   Fyrsti skýjakljúfurinn úr stáli reistur í BNA.

Í bænum Brook í grennd við Chicago er aðalsetur Lionshreyfingarinnar í heiminum.  Hún var stofnuð í Dallas 1917.  Nafnið stendur fyrir: Liberty, Intelligence our nations safety.

Sears Tower, 110 hæðir, 443 m hár.  Meðal hæstu bygginga heims. Útsýnisverönd á 103 hæð.

Illinois


 

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM