Illinois BNA USA,
Flag of United States

SKOÐUNARVERT

CHICAGO PEORIA SPRINGFIELD Meira

ILLINOIS
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúafjöldi 11.420.000 (15% negrar).  Nafnið er komið úr indíánamáli (Illini = karlmenn) en ríkið er líka kallað The Inland Empire eða Prairie State.  Höfuðborgin er Springfield (100þ).  Aðrar borgir eru:  Chicago (3 millj.), Rockford (140þ), Preoria (125þ).  Illinois gekk í ríkjasambandið árið 1818 (21. ríkið).  Háþróaður iðnaður:  Vélasmíði, stáliðnaður, samgöngutæki, matvæli.  Landbúnaður:  Maís, hveiti soja, grænfóður, svína- og nautgriparækt, mjólk og egg.  Jarðefni:  Kol (einkum brúnkol), olía, árspat.

Bloomington er lítil og lífleg borg með fylkisháskóla (u.þ.b. 20.000 stúdentar).

Calumet City er lítil borg með „hlæjandi” vatnsturni.
Carbondale er bær í suðurhluta Illinoisfylkis.  Suður-Illinois-háskólinn (u.þ.b. 23.000 stúdentar).  Crab-Orchard-See, 19 km austar, er friðað svæði fyrir villt dýr og gróður.
Degatur er meðalstór borg miðsvæðis og þar með samgöngumiðstöð, þar sem Abraham Lincoln bjó sem bóndi.
Havana er þorp við Illinoisána.  Dickson Mound State safnið er 8 km norðar.  Þar eru grafir manna, sem bjuggu á svæðinu áður en indíánar settust þar að (234 beinagrindur).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM