Illinois meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

ILLINOIS
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

*Koster’s Farm í Greensýslu, í dal Illinoisárinnar 80 km norðvestan St. Louis.  Mikill forleifauppgröftur, sem hefur leitt til uppgötvunar margra forsögulegra minja (allt frá 6000 f.Kr.).

Macomb er bær í vesturfylkinu.  Vestur-Illinois-háskóli (u.þ.b. 13.000 stúdentar).

Nauvoo er þorp við Mississippi, þar sem u.þ.b. 15.000 mormónar bjuggu undir stjórn Josephs Smith og Brigham Young á árunum 1840-46 í blómstrandi byggð.  Síðan bjuggu þar franskir ikarar á samyrkjubúum (ostur, vín) um skeið.  Fjöldi sögulegra húsa, s.s. Old Carthage fangelsið (1793-1841), þar sem Smithbræður voru skotnir árið 1844.

Oregon
er þorp við Rockána.  Lorado Taft stofnaði þar listamannanýlendu árið 1898.

Petersburg er þorp.  Lincoln’s New Salem State garðurinn er 3 km sunnan þess (endurbyggð hús), þar sem Lincoln bjó og hóf stjórnmálaferil sinn. (safn).

Rockford er fremur stór verzlunar- og iðnaðarborg við Rockána í norðurfylkinu.  Náttúrugripasafn, klukku- og úrasafn (líkan kjarnorkuklukku).  Tinker Swiss Cottage (svissneskt hús frá 1865).

Urbana er lítil borg með Illinois-háskóla (u.þ.b. 34.000 stúdenta).  Fjöldi safna, þ.á.m. Krannert miðstöðin fyrir leiklist.  Flugvöllur við borgina.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM