Illinois sagan Bandaríkin,


SAGAN
ILLINOIS

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Búsetu manna má rekja a.m.k. 10.000 ár aftur í tímann.  Fólkið, sem bjó á Illinois-svæðinu í kringum 1300 myndaði stærsta samfélag norðan Mexíkó.  Fyrstu Evrópumennirnir, sem fóru um landið, voru líklega franski landkönnuðurinn Louis Jilliet og franski jésúítatrúboðinn Jacques Marquette árið 1673.  Fimm arum síðar byggði franski landkönnuðurinn Robert Cavelier, sieur de La Salle, virkið Crevecoeur (nú Creve Coeur) við enda Peoria-vatns og Illinoi-ána.  Fyrsta varanlega franska byggðin reis í Kaskaskia árið 1720 en þá var þar indíánaþorp.  Nokkrum árum áður (1712) var allt land sunnan Illinois-árinnar innlimað í franska héraðið Louisiana.  Frakkar héldu að mestu uppi vinsamlegum samskiptum við indíána og gerðu engar alvarlegar tilraunir til að gera svæðið að nýlendu.

Brezk yfirráð hófust 1763, tveimur árum eftir Parísarsamningana, sem voru gerðir í lok franska-indíánastríðsins.  Indíánahöfðinginn Pontiac sætti sig ekki við niðurstöðurnar og gerði uppreisn, sem olli þessari töf.  Ástandið í nýlendunni var að mestu óbreytt eftir yfirtöku Breta en nokkrir franskir landnemar fluttust brott til St louis, Hatchez og annarra borga í Mississippi-dalnum.  Árið 1774 sameinaði brezka stjórnin svæðið héraðinu Quebec.

Í sjálfstæðisstríðinu réðist her Virginíumanna undir stjórn George Rogers Clark inn í héraðið og náði brezku virkjunum í Cahokia og Kaskaskia.  Virginíustjórn bætti svæðinu norðan Ohio-árinnar við hérað sitt sama ár.  Eftir stríðið fékk Bandaríkjastjórn yfirráðin og Virginíustjórn lét það af hendi árið 1784.  Massachusetts og Connecticut máttu samkvæmt nýlendusamningunum færa út kvíarnar til vesturs án takmarkana en afsöluðu sér þeim rétti árið 1785 og árið 1787 varð svæðið hluti Norðvesturhéraðs.  Árið 1800 skipti Bandaríkjastjórn Norðvesturhéraðinu og gerði núverandi Illinois að hluta Indiana-héraðs.  Illinois-hérað náði þá yfir næstum allt núverandi svæði, mestan hluta Wisconsin og hluta núverandi Minnesota, sem bættist við 3. febrúar 1809.

Núverandi landamæri Illinois voru ákveðin 3. desember 1818, þegar landið varð 21. fylki BNA og aðrir hlutar fyrrverandi héraðs voru innlimaðir í Michigan.  Margir landnema Illinois komu að sunnan og þess vegna voru margir hlynntir þrælahaldi í hinu nýja fylki.  Árið 1823 lögðu þingmenn meirihlutans í þinginu, sem var hlynntur þrælahaldi, fram tillögu um þing til að breyta stjórnarskránni.  Tilgangurinn var að lögleiða þrælahald, þótt hann kæmi hvergi skýrt fram í tillögunni, sem var vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu og var felld með miklum mun atkvæða 1824.  Morð afnámsleiðtogans Elijah P. Lovejoy árið 1837 var vitnisburður um þrautseigju þeirra, sem voru hlynntir þrælahaldi.  Árið 1832 var 500 sac-indíánum vísað úr landi eftir ósigur þeirra gegn hvítum íbúum Norður-Illinois.  Þeir höfðu lengi haldið uppi árásum undir forystu höfðingjans Svarta-Hauks.  Fjöldi innflytjenda frá Nýja-Englands- og Mið-Atlantshafsfylkjunum kom til Illinois næstu árin og hagvöxtur jókst.  Gröftur Illinois-Michigan-skurðarins hófst 1836 og fleiri opinberum verkefnum var hrundið af stokkunum, þannig að við gjaldþroti lá.

Andstæðingum þrælahalds óx ásmegin við fjölgun innflytjenda frá fylkjunum í norðri áratuginn fyrir borgara/þrælastríðið.  Demókrataflokkurinn beið ósigur gegn sameiningarflokki andstæðinga þrælahaldsins í kosningunum 1854 og tveimur árum síðar spratt lýðveldisflokkur fylkisins upp úr þessum sameiningarflokki.  Í sögulegri kosningabaráttu árið 1858 um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings milli Stephen Douglas, frambjóðanda demókrata, og Abrahams Lincoln, frambjóðanda lýðveldisflokksins, náðu demókratar meirihluta í sameinuðu þingi, sem kaus þingmenn til öldungadeildar sambandsþingsins.  Kjörmenn Illinois studdu Abraham Lincoln í forsetakosningunum árið 1860.  Demókrataflokkurinn var andsnúinn borgara/þrælastríðinu frá árinu 1862 og hinir Suðurríkjasinnuðu Riddarar gullna hringsins unnu sér mikinn stuðning í fylkinu.

Efnahagslíf fylkisins varð æ viðfeðmara í stríðinu og eftir það.  Stórbruni í Chicago í október 1871 gerði 100.000 manns heimilislaus og eignatjón var metið á 300 miljónir dollara.

20. öldin.  Iðnaður jókst hröðum skrefum og aðflutningur verkamanna jókst til borganna.  Fylkið státaði af góðu samgöngukerfi, sem byggðist í kringum vatnaleiðirnar milli Michigan-vatns og Mississippi-fljótsins.  Chicago var miðstöð iðnaðarins og uppbygging hans var hin mesta í sögu BNA.  Um miðjan sjötta áratug 20. aldar var stáliðnaðurinn kominn í fyrsta sæti og nam u.þ.b. helmingi vergrar þjóðarframleiðslu.  Næsta áratuginn bættust við bíla- og dekkjaverksmiðjur við og verksmiðjur, sem þjónuðu geimferðaáætluninni.

Hagvöxtur jókst áfram á níunda áratugnum en íbúafjöldinn var óbreyttur.  Íbúum Chicago fækkaði um 220 þúsund og efnahagur Austur-St Louis hrundi.  Á tíunda áratugnum kepptust stjórnvöld við að laða að nýjan iðnað og auka markaðshlutdeildina erlendis.

Landbúnaðurinn hélt velli fram á síðasta áratug 20. aldar, þótt flóðin 1993 yllu gífurlegu tjóni.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM