Illinois stjórnsýsla Bandaríkin,


STJÓRNSÝSLA
ILLINOIS

.

.

Utanríkisrnt.

Illinois er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar frá 1971.  Æðsti embættismaður er fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í senn án framboðstakmarkana.  Aðrir kjörnir embættismenn eru varafylkisstjóri, innanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og ríkisendurskoðandi.

Þingið starfar í öldungadeild (59; 2 og 4 ár) og fulltrúadeild (118; 2 ár).  Fylkið á tvö sæti í öldungadeild og 20 sæti í fulltrúadeild sambandsþingsins og ræður 22 kjörmönnum í forsetakosningum.

Jafnræði ríkir nokkurn veginn milli demókrata og lýðveldisflokksins.  Demókratar eiga meira fylgi í Chicago en lýðveldisflokkurinn víðast annars staðar í fylkinu.  Kjörmenn fylkisins studdu frambjóðendur demókrata á fjórða og fimmta áratugnum en síðan hafa frambjóðendur lýðveldisflokksins notið stuðnings þeirra.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM