Illinois íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
ILLINOIS

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvćmt manntalinu 1990 voru íbúar 11.430.602 og hafđi fjölgađ um 4.084 nćstliđinn áratug.  Međalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 76.  Hvítir 78,3% (fćkkađi úr 80,8%), negrar 14,8% auk asískra og Kyrrahafseyinga, sem fjölgađi um 79%, 64.224 Filipseyinga, 64.200 indverja, 49.936 kínverja og 41.506 Kóreumanna.  Rúmlega 900.000 voru af spćnskum uppruna og 20.970 indíánar.  Pólskir Bandaríkjamenn voru stór minnihlutahópur á Chicago-svćđinu.

Menntun og menning.  Fyrsti skólinn í Illinois var stofnađur í Monroe-sýslu áriđ 1783 en tíminn leiđ til 1825, ţar til yfirvöld stofnuđu fylkisskólakerfi.  Seint á níunda áratugi 20. aldar voru grunnskólar 4.225 međ 1.797.300 nemendur auk 269.300 í einkaskólum.

Fyrsta ćđri menntastofnunin var Illinois-háskóli (1829) í Jacksonville.  Í lok 20. aldar voru ţćr 166 međ 709.900 stúdenta.  Auk framangreinds háskóla má nefna Amerísku tónlistarakademíuna (1886), Chicago ríkisháskóla (1867), DePaul-háskóla (1898), Loyola-háskóla, Chicago-háskóla, Bradley-háskóla (1897) í Peoria, Illinois-háskóla, Suđur-Illinois-háskóla í Carbondale (1869) og Norđvesturháskóla í Evanston.

Menningarstofnanir eru fjölmargar, ekki sízt í Chicago.  Ţeirra á međal eru Samtímalistasafniđ, Adler stjörnuathugunarstöđin (1930; hin fyrsta í vesturheimi), Garfield park-safniđ (grasafrćđi), Vísinda- og iđnađarsafniđ, Austurlandasafn Chicago-háskóla, Listastofnun Chicago (impressionismi), Dýragarđur Lincoln Park, Field náttúrugripasafniđ (1893), John G. Shedd sćdýrasafniđ (oak Park), heimili og vinnustofa Frank Lloyd Wright (Oak Park; minningarsafn um hinn áhrifamikla 20. aldar arkitekt).

Íţróttir og afţreying.  Stöđuvötn, lón, ár og ţjóđ- og almenningsgarđar gefa kost á gönguferđum, sundi, siglingum, stangveiđi, dýraveiđum og vetraríţróttum.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM