Illinois skoðunarvert Bandaríkin,


ILLINOIS
SKOÐUNARVERÐIR STAÐIR
.

.

Utanríkisrnt.

Víða eru sögulegir staðir tengdir orrustum og þekktu fólki í borgarastyrjöldinni.  Á Springfield-svæðinu eru nokkrir staðir tengdir Abraham Lincoln, s.s. heimili hans, endurgerða þorpið Salem, þar sem hann bjó á árunum 1831-37, grafhvelfing hans og lögfræðistofan og dómshúsið.  Annars staðar í Illinois er bjálkahús Lincolns í grennd við Charleston, sem var endurbyggt á sömu undirstöðum og faðir hans byggði og Lincoln Trail Homestead State Park í grennd við Decatur.

Meðal annarra sögulegra staða er Creve Coeur-virkisgarðurinn nærri Peoria.  Robert Cavelier, franski landkönnuðurinn, byggði það 1680 en það er horfið af sjónarsviðinu.  Í Nauvoo eru fyrrum höfuðstöðvar mormónanna áður en þeir fluttust lengra til vesturs um miðjan fimmta áratug 19. aldar.  Heimili Ulysses S. Grant í Galena, þar sem þessi fyrrum hershöfðingi og forseti bjó.  Defiance-virkisgarðurinn í Cairo, þar sem var Grant hershöfðingi var með her sínum í borgarastríðinu.  Gamli vatnsturninn (1869) er einn fárra mannvirkja, sem varð ekki eldinum að bráð í Chicago 1871.  Víða á Chicago-svæðinu eru áhugaverðar byggingar, sem arkitektarnir H.H. Richardson, Louis H. Sullivan og Frank Lloyd Wright hönnuðu á síðari hluta 19. aldar og snemma á 20. öldinni.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM