Peoria er borg í miðju,
frjósömu landbúnaðar- og kolanámuhéraði í Illinois-fylki.
Hún er mikilvæg hafnarborg við siglingaleiðina milli Vatnanna
miklu og Mexíkóflóa og miðstöð iðnaðar og menningar.
Þar eru framleidd margs konar tæki og vélar til námugraftar,
aldrifsökutæki, stál, vír og matvæli.
Bradley-háskólinn var stofnaður 1897 og þarna er einnig rannsóknarstöð
fyrir landbúnaðinn. Nafn borgarinnar er dregið af nafni indíánaættkvíslarinnar
Peoria, sem bjó á þessu svæði, þegar frönsku landkönnuðirnir
Louis Jolliet og Jacpues Marguette fór þar um árið 1673.
Robert Cavelier byggði Crèvecoeur-virkið þvert yfir Illinois-ána
árið 1680 en það var yfirgefið skömmu síðar.
Fyrstu drög að borgarskipulagi fyrir Peoria voru lögð fram árið
1826. Áætlaður íbúafjöldi
árið 1990 var tæplega 114 þúsund. |