Springfield Illinois Bandaríkin,


Grafhýsi Lincolns.


SPRINGFIELD
ILLINOIS

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Springfield er höfuðborg Illinois, miðstöð viðskipta, iðnaðar og fjármála á einhverju frjósamasta ræktarlandi BNA.  Borgarbúar framleiða velar, matvæli, vélahluta, elektrónísk- og raftæki, byggingarefni, málningu og dýnur.  Margir starfa fyrir hið opinbera, á trygginga- og fjármálamarkaði og við ferðaþjónustu.

Abraham Lincoln bjó og starfaði sem lögfræðingur í Springfield frá 1837 þar til hann var kjörinn forseti BNA árið 1861.  Minning hans er velvarðveitt borginni, m.a. í Lincoln Home National Historic Site, eina heimilinu, sem Lincoln átti sjálfur, Lincoln Tomb State Historic Site með tignarlegu minnismerki á greftrunarstað forsetand, konu hans og þriggja sona, og Old Stete Capitol (bygging hófst 1837), þar sem flutti hina frægu ræðu House Divided.  Sangamon ríkisháskólinn (1969) er í Springfield.

Byggð hófst á borgarstæðinu í kringum 1818 og bærinn var lýstur höfuðborg 1837.  Á 19. öld þróaðist Springfield sem miðstöð flutninga og kolanáms.  Íbúafjöldinn 1980 var 99.637 og árið 1990 var hann orðinn 105.200.

Mynd:  Hús Lincolns.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM