Denver City Colorado Bandaríkin,
Flag of United States


DENVER CITY
COLORADO


.

.

Utanríkisrnt.

 

Denver er höfuðborg Colorado-fylkis.  Hún er kölluð míluhæðarborgin, því hún stendur í u.þ.b. 1,6 km hæð yfir sjó í Denver-sýslu og er hluti stórborgarsvæðis, sem nær m.a. yfir bæinn Boulder.  Hún er miðstöð viðskipta, iðnaðar, fjármála og samgangna í mikilvægu kvikfjárræktar- og námuhéraði í Klettafjöllum.  Þar eru einhverjir stærstu sauðfjár- og nautgripamarkaðir vestan Mississippifljótsins.  Þar eru höfuðstöðvar nokkurra alríkisstofnana og mörg fyrirtæki reka þar rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar fyrir hátæknivörur, sem snerta byggingarefni, námuvinnslu, geimferðir, járnbrautir og efnavörur.

Denverháskóli var stofnaður 1864, Colorado-háskólinn 1912, Regis-háskólinn 1877, Listaskóli Colorado 1952 og Yeshiva Toras Chaim Talmudical (lögbók gyðinga)-skólinn 1967.  Meðal mikilvægra menningarstofnana eru Listasafn Denver (8500 munir tengdir list indíána), og Vestræna listasafnið (Frederic Remington, Charles M. Russell, Thomas Moran, Georgia O’Keeffe).  Meðal áhugaverðra staða eru Zion babtistakirkjan (elzta slík kirkja svartra í Colorado) og fylkisþinghúsið (í korintustíl; byggt úr graníti 1887-95).  Symfóníuhljómsveit starfar í borginni auk nokkurra leikhópa.  Denver er mikill vetraríþróttastaður.  Meðal þekktra íþróttafélaga borgarinnar eru The Nuggets-körfuboltaliðið, Broncos-ruðningsliðið og Colorado Rockies-hafnarboltaliðið.

Frumstæðir veiðimenn komu til Colorado-svæðisins fyrir u.þ.b. 15.000 árum (Arapaho, Comanche og Kiowa) og settust að á grasi vöxnum sléttunum.  Árið 1776 komu munkarnir Francisco Atanasio Dominguez og Francisco Silvestre Véles de Escalante og könnuðu vesturhluta núverandi fylkis.  Árið 1858 fannst gull við og í Suður-Platte-ánni, sem rennur um miðja Denverborg.  Þá upphófst gullæði og bærinn varð að miðstöð gullleitarmanna.  Í nóvember 1864 tryggði blóðbaðið í Sandgili (orrusta við indíána) í austurhluta fylkisins uppbyggingu og velmegun á því svæði.  Sjö hundruð bandarískir hermenn stráfelldu friðsama Cheyenne- og Arapahoindíána, sem biðu þess að undirrita sáttmála við stjórn landsins.  Þá voru u.þ.b. 130 innfæddir Bandaríkjamenn drepnir, 75% þeirra konur og born.  Aðrir indíánar í þessum landshluta svöruðu með ítrekuðum árásum á hvítu landnemana en hernum tókst að ná tökum á ástandinu 1869, þannig að fjölgandi landnemum varð vært þar.  Byggðirnar, sem mynduðust þá, þróuðust í borgirnar Auraria og st Charles.  Hin síðarnefnda var síðar skírð Denverborg eftir landstjórnanum James W. Denver, sem var settur til bráðabirgða og árið 1860 voru báðar byggðirnar sameinaðar.

Denver þróaðist áfram í tengslum við áveitubúskap, iðnað og kornmyllur.  Borgin komst í símskeytasamband við aðra hluta BNA árið 1863.  Þjóðvegir voru lagðir og fyrsta málmverið í Colorado hóf starfsemi í Black Hawk árið 1868.  Denver varð að héraðshöfuðborg árið 1867 og dafnaði á áttunda og níunda áratugi 19. aldar vegna mikilla gull- og silfurfunda á nærliggjandi svæðum og lagninar járnbrautarinnar.  Á áratugunum 1870-90 fjölgaði íbúum úr 4759 í 106.713.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 470 þúsund.

Denver er vinabær Akureyrar

Icelandair flýgur til Denver borgar. Ferðatímabil 30. mars til 25. október 2014.

COLORADO

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM