Colorado BNA USA,
Flag of United States

KLETTAFJALLA ÞJÓÐGARÐURINN

COLORADO SPRINGS DENVER PUEBLO Meira

COLORADO (CO)
.

.

Utanríkisrnt.

 

Nafn fylkisins er dregið af spænska orðinu „Colorado”, sem þýðir „litskrúðugur eða rauður” og gælunöfn þess eru „Centennial State” eða „Silver State”. Flatarmál þess er 269.885 km² (8. stærsta fylki BNA og hið hæsta yfir sjávarmáli að jafnaði). Hæsti tindurinn er Mount Elbert, 4399 m.  Mörg góð skíðasvæði eru í fylkinu.

Íbúafjöldi 1997 var tæpar þrjár milljónir (3% negrar).  Höfuðborgin er Denver og aðrar helztu borgir eru Colorado Springs og Pueblo.  Colorado varð 38. fylki BNA 1876.

Iðnaður:  Matvæli (einkum kjötvörur), stálver, málmvinnsla, gler og iðnaður tengdur geimferðum.

Landbúnaður:  Kvikfjárrækt (einkum sauðfé og nautgripir), kornrækt, sykurrófur, smári, kartöflur ávextir og grænmeti.  Mikið um áveitur.

Jarðefni:  Molybden (stærstu námur í heimi), tin (mest í BNA), vanadíum, volfram, úraníum, kol, olía, olíuhellur, jarðgas og sólarorka.

Ferðaþjónustan er mjög mikilvæg (snjór allt árið).  Stórar ár, náttúruverndarsvæði, afbragðsaðstaða til vetraríþrótta og draugabæir.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM