Pueblo er iðnaðarborg
og samgöngumiðstöð í áveituhéraði. Þar er framleitt stál,
tölvuhlutir, tæki til geimferða og plastvörur og þar er setur
nokkurra alríkisstofnana. Suður-Colorado-háskóli (1933).
Borgin var nefnd eftir virkinu El Pueblo, sem skinnaveiðimenn byggðu
árið 1842 en yfirgáfu 12 árum síðar. Ný byggð var stofnuð
1858 og þangað var lögð járnbraut 1872. Áætlaður íbúafjöldi
árið 1990 var tæplega 100 þúsund. |