Colorado Klettafjallaþjóðgarðurinn Bandaríkin,
Flag of United States


KLETTAFJALLAÞJÓÐGARÐURINN
COLORADO

.

.

Utanríkisrnt.

Þessi þjóðgarður er í norðanverðu Colorado-fylki.  Hann var stofnaður árið 1915 og nær yfir hluta af hinum fagra fjallgarði Front Range, þ.á.m. stórkostlega tinda og gljúfur, fjallavötn og breiða dali.  Hluti þessarar landmótunar varð á ísöld.  Alls eru 59 tindar hærri en 3658 m.y.s.  Hinn hæsti er Longs Peak (4345m).  Í garðinum hafast við elgir (wapiti), stórhyrnt fjallafé, múldýr, svartbirnir, sléttuúlfar og gullernir.  Þar hafa fundizt í kringum 700 tegundir plantna og víða er blómskrúð mikið.  Um garðinn liggur vegurinn Trail Ridge Road frá austri til vesturs.  Hann liggur þvert yfir meginlandsmisgengið í Milner-skarði.  Heildarflatarmál garðsins er 1073,2 km².

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM