Colorado Springs er
heilsubótarborg (allt árið) á sléttunni við rætur Pikes Peak.
Borgarbúar byggja lífsafkomu sína á framleiðslu og þjónustu við
herinn og hátæknibúnaði, s.s. hálfleiðurum, tölvum og hugbúnaði.
Á árunum 1985-90 fluttist stór tölvuframleiðandi til Colorado
Springs og íbúum fjölgaði mjög. Hernaðarmannvirki í
grenndinni eru m.a. Carson-virkið, Peterson herflugvöllurinn (aðsetur
stjórnstöðvar geimferða og geimferðastjórnar flughersins).
Þarna er Colorado-háskóli (1965) og academía flughersins (1954).
William J. Palmer, sem lagði járnbrautirnar til Denver og Río Grande,
stofnaði Colorado Springs 1871 sem heilsubótarstað. Árið 1891
fannst gull í Cripple Creek og bærinn varð að viðskiptamiðstöð. Nafn borgarinnar er dregið af ölkeldu í Manitou Springs.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 280 þúsund. |