Colorado meira Bandaríkin,
Flag of United States

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

COLORADO
MEIRA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Denver, Mesa Verde-þjóðgarðurinn,

Rocky Mountain-þjóðgarðurinn
.

Boulder er meðalstór borg í frjósömum dal í Front Range-fjöllunum norðvestan Denver.  Colorado-háskóli (1876; u.þ.b. 21.000 stúdentar).  Rannsóknarstofnanir tengdar lofthjúpi jarðar og haffræði.  Landnemasafn.  Hestasýning og villireiðar (rodeo) í lok júlí ár hvert.

Breckenridge er fjalla- og ferðamannaþorp á fyrrum gullgrafarasvæði.  Vetraríþróttir á skíðasvæði þess og 16 km austar á Arapahoe Basin-skíðasvæðinu.  Vatnaíþróttir á Dillon-uppstöðulóninu.  Draugabæir í grenndinni.

Canon City er fjöllum girtur bær við Arkansasána.  Borgarsafn.  Allt að 300 m djúpt gljúfur árinnar, Cañon Royal, með hengibrú og svifbraut er 19 km suðvestan hans.

Cripple Creek er lítið þorp í 3000 m hæð yfir sjó.  Fyrrum gullgrafarabær með rúmlega 10.000 íbúa.  Gullleit er enn þá stunduð.  Byggðasafn og skoðunarferðir í gamlar námum í nágrenninu.

Durango er verzlunarbær, sem þjónar suðvesturfylkinu norðan verndarsvæðis ute-indíánanna.  Í ágúst er Navajo-Trail-hátíðin.  *Silverstonelestin er gömul og spormjó lest frá1882 í 72 km fjarlægð.  Ekið er um fjöllin í gegnum gljúfrið Animas Canyon til Silvertonþorpsins (sögusafn).  Í Ignacio, 37 km suðaustan Durango, er Southern Ute upplýsingamiðstöðin, safn, gamalt handverk og heilsubótarstaður.Purgatory-skíðasvæðið er 40 km norðan Durango.

Fort Collins er lítil landbúnaðar- og iðnaðarborg, sem var stofnuð 1864.  Villtavesturssafn.  Colorado-háskóli (u.þ.b. 17.000 stúdentar).

Glenwood Springs er fallegt þorp og heilsubótarstaður sumar sem vetur.  Heitar laugar (Glenwood Hot Springs Pools).  Vatnshitinn í baðlaugunum er 29-43°C.  Skíðasvæði.

Grand Junction er allstór bær, sem er samgöngumiðstöð við ármót Gunnison- og Coloradoánna.  Sögusafn.  Villireiðar (rodeo) í lok júní ár hvert.  Colorado National Monument er svæði með stórkostlegum klettamyndunum 16 km vestan bæjarins.

Great Sand Dunes National Monument er 61 km norðaustan Alamosa.  Þar eru allt að 215 m háar og litskrúðugar sandöldur.  Upplýsingamiðstöð.

Greeley er lítil landbúnaðarborg.  Háskóli Norður-Colorado (u.þ.b.11.000 stúdentar).  Fort Vasquez (upphaflega byggt 1830) stendur endurbyggt 27 km sunnan borgarinnar.

Gunnison er þorp, sem var fyrrum vörugeymslustöð auðugs námuhéraðs.  Draugabæir, s.s. Tincup, Pittsburgh, Change og Iris.  Héraðssafn.  Góðir staðir til stangveiði í nágrenninu.

La Junta er lítill bær í miðju landbúnaðarsvæði með áveitum í suðausturhluta fylkisins.  Koshare Indian Kiva-safnið.  Villireiðar (rodeo) í ágúst ár hvert.  Í lok desember er Koshare-vetrarnáttahátíð.  Bent’s Old Fort National Historic Site, fyrrum verzlunarstaður frá 1833 við Santa Fé-leiðina, er 13 km austar.

Montrose er lítill verzlunarbær í miðjum vesturhluta fylkisins.  Ute-indíánasafnið er 6½ km sunna hans.  *Black Canyon National Monument er allt að 16 km langt og 740 m djúpt gljúfur Gunnisonárinnar.  Þar gefst gestum kostur á að ríða um á múldýrum með þjóðgarðsvörðum.
Pueblo er verzlunar- og iðnaðarborg í miðjum suðurhlutanum.  Þar eru fallegir garðar, fylkissafnið og Metropolitansafnið.  Háskóli Suður-Colorado (u.þ.b. 5000 stúdentar).  Í lok ágúst er haldin Colorado fylkissýningin (kvikfjársýning, villireiðar/rodeo o.fl.).

Salida er ferðamannaþorp við Arkansasána.  Á sumrin er haldin alþjóðleg bátakeppni og um miðjan ágúst eru villireiðar (rodeo).

Telluride er fallega staðsett námuþorp í 2000 m hæð yfir sjó í suðvesturfylkinu.  Árlegar vikmyndahátíðir.  Gott skíðasvæði.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM