Samkvæmt manntali árið 1990 bjuggu 3.294.294 manns í fylkinu
og hafði fjölgað um 14% áratuginn á undan. Meðalfjöldi í
búa á hvern ferkílómetra er u.þ.b. 12. Hvítír íbúar töldu
88,2%, negrar 4% auk 27,271 indíána, 11.402 Japana, 11.339
Kóreumanna, 8.695 kínverja og 7.210 Víetnama. Fólk af
spænskum uppruna taldi u.þ.b. 424.300.
Menntun og menning. Fyrsti skóli fylkisins var stofnaður
1859. Ríkisreknir barnakólar hófu rekstur 1862 og urðu að
grunnskólum 1870. Síðla á níunda áratugi 20. aldar voru
ríkisreknir grunnskólar orðnir 1.337 talsins með 562.200
nemendum. Þá voru 35.900 nemendur í einkareknum skólum.
Samtímis voru 54 æðri menntastofnanir með 201.100 stúdentum.
Hinar helztu þeirra eru Kóloradó-háskóli (1874) og
Flughersakademían í Colorado Springs, Námuskólinn í Golden
og Ríkisháskólinn (1862) í Fort Collins.
Meðal aðalsafna fylkisins eru Listasafn Denver,
Náttúrugripasafn Denver, Safn sögufélags Kóloradó og
Þjóðminjasafnið í Denver. Í Colorado Springs er Listasafnið
og Námusafnið. Söfnin í Kóloradó-háskóla í Boulder og
Indíánasafnið í Montrose eru einnig áhugaverð.
Íþróttir og afþreying. Fjöll fylkisins, stór útivistarsvæði
og fjöldi vatna og fallvatna eru tilvalin til margs konar
útivistar. Heilsubótarstaðir eru fjölmargir í tengslum við
ölkeldur o.þ.h. Skíðaíþróttin er mikið stunduð á rúmlega 20
skíðasvæðum, s.s. í Aspen, Steamboat Springs, Telluride og
Vail. |