Colorado stjórnsýsla Bandaríkin,
Flag of United States


COLORADO
STJÓRNSÝSLA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Stjórnsýslan í Kóloradó er í samræmi við upphaflegu stjórnarskrána frá 1876 og breytingum, sem hafa verið gerðar á henni.  Æðsti embættismaðurinn er fylkisstjórinn, sem er kosinn í almennum kosningum til fjögurra ára í senn og má ekki starfa lengur en tvö kjörtímabil í röð.  Sömu reglur gilda um varafylkisstjórann.  Aðrir kjörnir embættismenn fylkisins eru innanríkisráðherrann, saksóknari ríkisins og fjármálaráðherrann.  Fylkisstjórinn skipar skattstjóra og þingið ríkisendurskoðanda.  Löggjafarþingið starfar í tveimur deildum, öldungadeild (35) og fulltrúadeild (65).  Öldungadeildarþingmenn eru kjörnir til 4 ára en þingmenn fulltrúadeildar til 2 ára í senn.  Fylkið ræður tveimur þingsætum í öldungadeild sambandsþingsins, sem eru kosnir í almennum kosningum.  Fylkið ræður 8 kjörmönnum í forsetakosningum.

Svipaður fjöldi demókrata og lýðveldissinna hefur verið kjörinn til embættis fylkisstjóra.  Í forsetakosningum hefur frambjóðendum lýðveldissinna orðið betur ágengt í fylkinu en demókrata.  Óháðir kjósendur ráða oftast úrslitum kosninga í fylkinu, því staða stóru flokkanna tveggja er mjög jöfn.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM