Nágrannafylki Iowa eru Minnesota í norðri, Wisconsin og
Illinois í austri, Missouri í suðri og Nebraska og Suður-Dakota í vestri.
Mississippifljótið myndar öll austurmörkin og Missouri-áin mestan hluta
vesturmarkanna.
Íbúafjöldinn 1997 var tæpar 3 milljónir (1% negrar).
Iowa varð 29. fylki BNA 28. desember 1846. Herbert C. Hoover, forseti,
fæddist í fylkinu.
Fylkið er nefnt eftir undirættkvísl Sioux-indíána, ioway, sem var
líka kölluð alonez, og gælunafn þess er „Hawkeye State” (Fráneyga
fylkið).
Flatarmálið er 145.729 km² (25. stærsta fylki BNA).
Landið er eitthvert bezta landbúnaðarsvæði BNA og er
þekkt fyrir afurðirnar, maís, svína- og nautgriparækt. Á síðasta
áratugi 20. aldar var landbúnaðurinn og tengdur iðnaður aðalundirstaða
efnahagslífsins. Aðalborgirnar eru Des Moines (höfuðborgin), Cedar
Rapids, Davenport, Sioux City og Waterloo. |