Cedar Rapids er borg
við Sedrusá í Iowa-fylki. Hún
er mikilvæg miðstöð vinnslu og dreifingar landbúnaðarafurða (maís,
sojabaunir, kvikfé) og þar er talsvert framleitt af leiðsögutækjum,
vélbúnaði til byggingarstarfsemi, elektrónískum tækjum, ryðfríu
stáli, látúni og matvælum. Byggð
hófst á þessum slóðum 1837 og járnbrautin kom árið 1859.
Cedar Rapids urðu eitt að hliðum ferða lengra til vesturs.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 109 þúsund. |