Iowa City Bandaríkin,


IOWA CITY
Iowa

.

.

Utanríkisrnt.

Iowa City er miðstöð viðskipta og flutninga í landbúnaðarhéraði (korn, nautgripir) í Iowa-fylki.  Iðnaðurinn byggist á framleiðslu elektrónískra tækja, snyrtivöru, hugbúnaðar og prentun.  Borgin er einnig miðstöð menntunar og heilbrigðisþjónustu, setur Iowa-háskóla o.fl. menntastofnana.   Gamla þinghúsið var byggt árið 1840.  Listasafn Iowa-háskóla og Náttúrugripasafnið eru skoðunarverð.  Borgin ber nafn Iowa-indíána.  Fyrsta byggð hvítra manna hófst 1838 og á árunum 1839-46 var hún höfuðstaður Iowa-héraðs.  Herbert C. Hoover, forseti BNA, fæddist í West Branch, sem er í grennd borgarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 60 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM