Sioux City Iowa Bandaríkin,


SIOUX CITY
IOWA

.

.

Utanríkisrnt.

Sioux City er miðstöð iðnaðar, flutninga og viðskipta í landbúnaðarhéraði (korn, nautgripir).  Kjötiðnaður er mikill allt frá árinu 1870.  Meðal helztu framleiðsluvara borgarinnar eru tilbúinn áburður, steinsteypueiningar, tölvu- og hugbúnaður.  Borgin er setur Morningside-háskólans (1893) og Briar Cliff-háskólans (1929).  Þarna starfar symfóníuhljómsveit.  Byggð hófst á þessum slóðum 1849 og stækkaði ört eftir að járnbraut var lögð þangað 1868.  Borgin var nefnd eftir Sioux-indíánum.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 81 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM