Des Moines er höfuðborg Iowa-fylkis og stærsta borg þess.
Hún er miðstöð viðskipta, iðnaðar og samgangna fyrir stórt
maísræktarhérað. Helztu
framleiðsluvörur borgarinnar eru prentað efni, landbúnaðartæki,
matvæli og hjólbarðar. Opinber-
og tryggingastarfsemi og fjármálastofnanir eru mikilvæg fyrir
efnahaga borgarinnar. Þarna
er m.a. menntastofnana Drake-háskólinn (1881) og Læknaháskóli
(1898). Gestir borgarinnar
skoða gjarnan þinghúsið (1871-1884), listamiðstöðina (1958; finnski
arkitektinn Eliel Sarrinen; 19. og 20. aldar málarar) og
Iðnaðar- og vísindamiðstöðina.
Alríkisstjórnin lét reisa Des Moines-virkið
við ármót Des Moines- og Þvottabjarnarár 1843.
Tveimur árum síðar var svæðið í kringum virkið opnað
fyrir hvíta landnema og árið 1851var byggðin sameinuð virkisbænum.
Bæirnir Austur-Des Moines og Fort Des Moines voru síðan
sameinaðir 1857. Nafn bæjarins
kann að vera komið frá indíánum, sem nefndu þennan stað Miðjuna
milli Missouri- og Mississippifljótanna.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 193 þúsund. |